Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. júlí 2017 15:30
Magnús Már Einarsson
Akinfeev hélt hreinu í fyrsta skipti síðan 2006
Mynd: Getty Images
Igor Akinfeev, markvörður CSKA Moskvu, fagnaði líklega manna mest eftir 2-0 sigur á AEK Aþenu í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi.

Akinfeev náði þarna að halda hreinu í fyrsta skipti í Meistaradeildinni síðan árið 2006 eða í tæp ellefu ár.

Akinfeev hélt hreinu gegn Arsenal í nóvember 2006.

Síðan þá hefur Akinfeev fengi á sig mark í 40 leikjum í röð í Meistaradeildinni.

Í gær náði hann loksins að halda hreinu og hjálpa CSKA að stíga stórt skref í átt að því að komast í umspil um sæti í riðlakeppninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner