Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júlí 2017 13:33
Magnús Már Einarsson
Barkley fer frá Everton - Eykur líkurnar á að Gylfi komi
Barkley er á förum frá Everton.
Barkley er á förum frá Everton.
Mynd: Getty Images
Ross Barkley er 100% á förum frá Everrton en þetta sagði Ronald Koeman, stjóri liðsins, á fréttamannafundi nú rétt í þessu. Barkley hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Everton en núverandi samningur hans rennur út eftir ár. Nú er hann á förum.

Everton hefur undanfarnar vikur reynt að fá Gylfa Þór Sigurðsson í sínar raðir en án árangurs.

Líkurnar á að Gylfi komi til Everton aukast ef Barkley verður seldur á næstunni. Everton fær þá pening í kassann auk þess sem miðjumönnum fækkar hjá félaginu um leið.

Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en fyrr í vikunni hafnaði félagið tilboði frá Everton upp á 40 milljónir punda með möguleika á fimm milljóna punda bónusgreiðslum.

Ef mál Barkley fara að skýrast á næstu dögum þá er líklegt að Everton reyni að ná samkomulagi við Swansea um kaup á Gylfa í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner