Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. júlí 2017 14:13
Magnús Már Einarsson
ÍBV fær skoskan miðvörð (Staðfest)
Eyjamenn fá liðsstyrk.
Eyjamenn fá liðsstyrk.
Mynd: Raggi Óla
ÍBV hefur fengið skoska miðvörðinn Brian McLean til liðs við sig fyrir síðari hluta sumars í Pepsi-deildinni.

Hinn 32 ára gamli Brian ólst upp hjá Rangers en hann hefur talsverða reynslu úr skosku úrvalsdeildinni.

Brian hefur leikið í skosku úrvalsdeildinni með Motherwell, Falkirk og Dundee á ferli sínum. Tímabilið 2011/2012 lék hann með Preston í ensku C-deildinni.

2015 og 2016 lék Brian með Brunei í Singapúr en síðastliðinn vetur spilaði hann með Hibernian í skosku B-deildinni.

Brian er annar miðvörðurinn sem ÍBV krækir í á stuttum tíma en fyrir helgi kom hinn enski David Atkinson til félagins. Avni Pepa fór aftur á móti til Arendal í Noregi í síðustu viku.

ÍBV mætir Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins á morgun en Brian og David eru báðir komnir með leikheimild fyrir þann leik. Þeir gætu því þreytt frumraun sína með ÍBV þar.
Athugasemdir
banner
banner
banner