Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júlí 2017 16:10
Magnús Már Einarsson
Terim hættur með Tyrki eftir slagsmál á veitingahúsi
Fatih Terim.
Fatih Terim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fatih Terim er hættur sem landsliðsþjálfari Tyrklands eftir slagsmál á veitingahúsi á dögunum.

Fyrir tveimur vikum síðan heimsótti hinn 63 ára gamli Terim veitingahús í sumarfríi sínu. Terim lenti í slagsmálum við eiganda veitingahússins.

Tengdasynir Terim voru einnig á veitingastaðnum en þeir slösuðu eiganda veitingahússins og fjóra aðra menn í slagsmálunum.

Eftir að sjónvarpsupptökur birtust af slagsmálunum ákvað Terim að draga sig í hlé sem landsliðsþjálfari.

„Báðir aðilar telja að það sé hollast að láta leiðir skilja," sagði í yfirlýsingu frá tyrkneska knattspyrnusambandinu.

Terim tók við tyrkneska landsliðinu í þriðja skipti árið 2013 en hann kom liðinu á EM í Frakklandi í fyrra.

Terim stýrði Tyrkjum í 2-0 tapi gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra en nú er ljóst að nýr þjálfari verður við stjórnvölinn þegar Íslands heimsækir Tyrkland í október.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner