Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 26. júlí 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Renato Sanches: Ég er ekki ánægður
Mynd: Getty Images
Renato Sanches hefur viðurkennt það að hann sé ekki ánægður hjá Bayern München. Ef möguleikinn er fyrir hendi þá vill hann fara frá félaginu í sumar, hann vill fara eitthvert sem hann fær að spila.

Sanches kom til Bayern síðasta sumar, en hann kom aðeins við sögu í 17 leikjum hjá félaginu í þýsku úrvalsdeildinni. Samkeppnin er hörð hjá Bayern og Sanches sér ekki fram á mikinn spiltíma.

„Ég er ekki ánægður. Auðvitað vil ég fá að spila meira. Ég vil fara í félag þar sem ég get spilað meira," sagði Sanches þegar fjölmiðlamenn heyrðu í honum eftir 3-2 sigur Bayern á Chelsea á International Champions Cup-mótinu um síðastliðina helgi.

Manchester United og AC Milan hafa verið orðuð við kappann, en Sanches sér Milan sérstaklega sem áhugaverðan möguleika.

„Milan er áhugverður möguleiki. Ef félögin komast að samkomulagi, þá verð ég spenntur. Ég er ungur, ég vil og ég verð að spila mikið. Ég held að það séu meiri líkur á það gerist í Milan."
Athugasemdir
banner
banner