Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 26. júlí 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Dortmund í læknisskoðun hjá Newcastle
Merino í leik með Dortmund.
Merino í leik með Dortmund.
Mynd: Getty Images
Mikel Merino, leikmaður Borussia Dortmund, er á leið til Newcastle á láni út komandi tímabil. Hann fór í læknisskoðun í Englandi í dag.

Samkvæmt heimildum Sky Sports mun Newcastle hafa forkaupsrétt á leikmanninum næsta sumar.

Ef hann stóðst læknisskoðun og nær persónulegu samkomulagi við Newcastle þá verður hann fimmti leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar. Christian Atsu, Florian Lejeune, Jacob Murphy og Javier Manquillo hafa allir bæst í hópinn þetta sumarið.

Merino, sem hefur verið í U-21 árs landsliði Spánar, hóf feril sinn hjá Osasuna og lék þar meira en 50 leiki áður en hann skipti um umhverfi, fór til Þýskaland og samdi við Dortmund.

Hann spilaði aðeins níu leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner