Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 26. júlí 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Gylfi á æfingu Swansea í dag
Gylfi á æfingu.
Gylfi á æfingu.
Mynd: Heimasíða Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson var mættur á æfingu hjá Swansea í dag. Gylfi hefur upp á síðkastið æft með varaliði Swansea, en hann var mættur, ásamt liðsfélögum sínum, á æfingu aðalliðsins í dag.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Gylfa í sumar.

Everton hefur lagt fram tvö tilboð í íslenska landsliðsmanninn, eftir því sem breskir fréttamiðlar komast næst. Swansea hefur hafnað báðum tilboðunum, þeir vilja 50 milljónir punda.

Swansea var að koma heim úr æfingaferð frá Bandaríkjunum, en Gylfi fór ekki með þangað út af vangaveltunum.

Gylfi æfði eins og áður segir með varaliðinu á meðan Swansea var í Bandaríkjunum, en hann er byrjaður að æfa aftur með aðalliðinu. Það þykir gefa til kynna að Everton sé búið að gefa Gylfa upp á bátinn, en Ronald Koeman, stjóri Everton, sagðist í dag ekki vera viss um það hvort félagið ætlaði að bjóða aftur í hann.

Sjá einnig:
Koeman: Veit ekki hvort við bjóðum aftur í Gylfa



Athugasemdir
banner
banner