Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. júlí 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simeone væri til í að þjálfa í Mexíkó
Mynd: Getty Images
Diego Simeone hefur unnið magnað starf með Atletico Madrid. Hann verður stjóri liðsins á næsta tímabili og eftir það er óvíst hvað tekur við hjá honum. Argentínumaðurinn greindi frá mögulega óvæntum áfangastað eftir æfingaleik á dögunum.

Simeone á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Atletico.

Atletico gerði markalaust jafntefli gegn mexíkóska liðinu Deportivo Toluca á dögunum og Simeone ræddi við fjölmiðlamenn eftir þann leik. Þar sagðist hann hafa áhuga á því að þjálfa í Mexíkó.

„Ég mun aldrei loka á nein lið vegna þess að ég hef gaman af því að vinna, ég hef gaman af fótbolta. Fótbolti er ekki bara stundaður í Evrópu, ekki bara hjá einu félagi, þannig að ég er alltaf opinn gagnvart öllu," sagði Simeone eftir leikinn gegn Toluca.

„Ég vil ekki loka hurðinni á Mexíkó. Andrúmsloftið er frábært í mexíkósku úrvalsdeildinni og stuðningsmennirnir eru frábærir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner