Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 27. júlí 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valdi að fara til Rennes frekar en Barcelona
Ismaila Sarr.
Ismaila Sarr.
Mynd: Getty Images
Ismaila Sarr þurfti að taka erfiða ákvörðun í sumar. Hann ákvað að yfirgefa Metz og fara til Rennes.

Tilboðið frá Rennes var samt ekki það eina sem hann fékk. Barcelona hafði nefnilega líka áhuga á þjónustu hans.

Hann ákvað að velja Rennes þar sem hann taldi það of snemmt að fara til Barcelona á þessum tímapunkti.

Sarr er aðeins 19 ára gamall.

„Rennes er félag sem getur hjálpað mér að þróa minn leik. Ég þarf að bæta mig varnarlega og vera ákveðnari þegar ég leita í átt að markinu. Ég er viss um að það muni takast hér," sagði Sarr.

„Ég byrjaði að æfa aftur með Metz og ég hélt ég yrði áfram þar. En svo fékk ég tækifæri til að fara til Rennes og af því er ég stoltur."

„Það var of snemmt fyrir mig að fara frá Metz til Barcelona."



Athugasemdir
banner
banner
banner