Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Mendy missir af byrjun tímabils með City
Mynd: Manchester City
Benjamin Mendy, vinstri bakvörður Manchester City, missir af byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Mendy er að glíma við meiðsli á læri en hann var ekki með í 4-1 sigri Manchester City á Real Madrid í gær.

„Því miður er hann smá meiddur og hann verður ekki klár fyrr en eftir tvær til þrjár vikur," sagði Pep Guardiola stjóri City.

Hinn 23 ára gamli Mendy kom frá Mónakó á 49,2 milljónir punda fyrr í vikunni en hann verður ekki með í leiknum gegn West Ham á Laugardalsvelli í næstu viku sem og í fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton & Hove Albion þann 12. ágúst.

Hægri bakvörðurinn Danilo spilaði í stöðu vinstri bakvarðar gegn sínum gömlu félögum í Real í nótt í fjarveru Mendy.
Athugasemdir
banner
banner