Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 27. júlí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Tryggvi spáir í undanúrslitin
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanúrslitin í Borgunarbikar karla fara fram í kvöld og á laugardag. Sæti í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli þann 12. ágúst er í húfi.

Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, setti saman spá sína fyrir leikina.

Stjarnan 2 - 1 ÍBV (17:30 í dag)
Miðað við stöðu liðanna í deildinni, hvar leikurinn fer fram og hvernig liðin hafa spilað upp síðkastið þá verður maður að segja að Stjörnusigur er líklegri. Þetta er hins vegar önnur keppni og ÍBV komst alla leið í bikarúrslitin í fyrra. Ég er spenntur að sjá ÍBV núna eftir að tveir nýir miðverðir eru komnir inn. Þessi Írani blómstraði ekki í fyrsta leik í deildinni en það verður gaman að sjá hvort hann fái aftur séns í framlínunni í dag. ÍBV hefur verið að ströggla í deildinni á meðan Stjarnan hefur verið að finna taktinn sinn og Stjörnusigur er mjög líklegur. Vestmannaeyingar verða pirraðir út í mig núna en ég spái 2-1 sigri Stjörnunni.

FH 3 - 0 Leiknir R. (14:00 á laugardag)
Þrír lykilmenn Leiknis eru í banni og þetta fer fram í Krikanum. Það er miklu meiri reynsla á ferðinni hjá FH-ingum og þeir eru á ágætis siglingu. Þeir hafa hefðina í því að vinna á meðan Leiknir er í fyrsta skipti í undanúrslitum. Það er spurning hvernig taugarnar verða hjá Leikni en minni liðin fara líka oft út á völlinn og njóta þess að enginn búist við neinu af þeim. Liðin fara þá niður með axlirnar, út með kassann og njóta augnabliksins. Ég er alltaf vinur litla mannsins, enda lítill sjálfur, en þetta er bara of stór biti fyrir Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner