banner
   fim 27. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Rodgers bjartsýnn á að ná að slá Rosenborg út
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Celtic, er bjartsýnn á að liðið nái að slá Rosenborg út í Meistaradeildinni.

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan þegar liðin mættust á heimavelli Celtic í Glasgow í gær. Það verður því allt undir í síðari leiknum í Noregi í næstu viku.

„Við vitum að við getum farið þangað og unnið. Við skorum vanalega meira á útivelli heldur en heima," sagði Rodgers eftir leikinn í gær.

Matthías Vilhjálmsson leikur með Rosenborg en norska liðið átti betri færi í leiknum í gær.

Matthías átti meðal annars færi sem Craig Gordon varði frá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner