Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. júlí 2017 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez byrjar að æfa aftur með Arsenal á sunnudaginn
Mynd: Getty Images
Sílemaðurinn Alexis Sanchez mun hefja undirbúningstímabil sitt með Arsenal á sunnudaginn kemur.

Sanchez og Shkodran Mustafi spiluðu í Álfukeppninni og þeir fengu því lengra frí en aðrir. Þeir mun báðir snúa aftur um helgina.

Sanchez mun fá 12 daga til þess að koma sér standa fyrir ensku úrvalsdeildina, en Arsenal leikur opnunarleik sinn í deildinni gegn Leicester City þann 11. ágúst næstkomandi.

„Alexis og Mustafi, þeirra fyrsta æfing verður á sunnudaginn," staðfesti Arsene Wenger, stjóri Arsenal, við .

Það er spurning hversu lengi Sanchez mun stoppa, en mikið hefur verið slúðrað um framtíð hans í sumar. Samningur hans rennur út næsta sumar og lítið bendir til þess í augnablikinu að hann skrifi undir nýjan samning við Lundúnarfélagið.

Sanchez hefur verið orðaður við Manchester City og Paris Saint-Germain.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner