fim 27. júlí 2017 18:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Anton Freyr í Leikni R. (Staðfest)
Anton í leik með Fjölni
Anton í leik með Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Freyr Ársælsson er genginn til liðs við Inkasso-deildarlið Leiknis Reykjavíkur en hann kemur frá Pepsi-deildarliði Fjölnis.

Anton er á 21. aldursári og getur hann leikið sem miðjumaður og bakvörður.

Anton er uppalinn hjá Fjölni og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir tveimur árum þegar hann lék tvo leiki með uppeldisfélagi sínu í Pepsi-deildinni.

Í fyrra var hann lánaður tvisvar sinnum frá Fjölni. Fyrst til Hugins í Inkasso-deildinni en svo var hann lánaður til Aftureldingar seinni hluta tímabilsins.

Í sumar hefur Anton leikið fjóra leiki fyrir Fjölni. Þrjá í Pepsi-deildinni og einn í Borgunarbikarnum.

Síðasti leikur sem Anton spilaði kom fyrir rúmum einum og hálfum mánuði síðan, þann 5. júní en þá kom hann inn á gegn Víking R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner