fös 28. júlí 2017 08:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Celtic gefur 1,3 milljón í styrktarsjóð Bradley Lowery
Skosku meistararnir sýndu góðverk fyrir komandi æfingaleik sinn
Skosku meistararnir sýndu góðverk fyrir komandi æfingaleik sinn
Mynd: Getty Images
Skosku meistararnir, Celtic hafa ákveðið að gefa 10,000 pund, eða 1,3 milljónir íslenskar krónur til styrktarsjóð Bradley Lawrey.

Bradley Lawery er flestum kunnur en hann lést þann 7. júlí úr sjaldgæfu krabbameini, aðeins sex ára gamall.

Foreldrar Bradley tilkynntu skömmu eftir andlát sonar síns að þau hefðu stofnað styrktarsjóð í minningu drengsins og til þess að hjálpa öðrum sem greinast með þetta sjaldgæfa krabbamein, sem á íslensku er taugakímfrumnaæxli.

Bradley var mikill stuðningsmaður Sunderland og þar kynntist hann góðvini sínum, Jermaine Defoe sem lék með liðinu á síðasta tímabili.

Celtic og Sunderland mætast í æfingarleik um helgina og í tilefni að því ætla skosku meistararnir að styrkja þennan nýja styrktarsjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner