Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 28. júlí 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skrifaði undir samning hjá Chelsea en lánaður til Fulham
Kalas í leik með Chelsea
Kalas í leik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Tomas Kalas hefur gengið aftur til liðs við Fulham á eins árs löngum lánssamningi en hann kemur frá Chelsea.

Kalas var lykilmaður í vörn Fulham á síðasta tímabili, en þá var hann einnig á láni frá Chelsea.

Kalas kemur frá Tékklandi en hann skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Chelsea áður en hann skrifaði undir lánssamninginn við Fulham.

Tékkinn kom við sögu í 36 leikjum með Fulham á síðasta tímabili en hann á sjö landsleiki fyrir Tékkland.

Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með Fulham.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner