Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 28. júlí 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Sheffield United fær markvörð frá Chelsea
Sheffield hafa verið duglegir að styrkja sig í sumar
Sheffield hafa verið duglegir að styrkja sig í sumar
Mynd: Getty Images
Sheffield United hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Championship deildinni en félagið hefur fengið markvörðinn Jamal Blackman á láni frá Englandsmeisturum Chelsea.

Áður en Blackman skrifaði undir lánssamningin hjá Sheffield skrifaði hann undir fjögurra ára samning við Chelsea.

Blackman var einnig á láni á síðasta tímabili en þá var hann hjá Wycombe í D-deildinni. Þar lék hann 52 leiki og var valinn besti ungi leikmaður liðsins en hann er 23 ára gamall.

Hann er sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Sheffield í sumar.

Sheffield United eru nýliðar í Championship deildinni eftir að hafa sigrað C-deildina örugglega. Sheffield fékk 100 stig á síðasta tímabili og voru 14 stigum á undan Bolton sem enduðu í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner