Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. júlí 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
EM kvenna um helgina - Hvaða lið komast í undanúrslit?
Frakkar mæta Englandi á sunnudag
Frakkar mæta Englandi á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir að Ísland sé úr leik á Evrópumóti kvenna heldur mótið áfram um helgina og eru nokkrir áhugaverðir leikir.

Riðlakeppninni er lokið og er því komið að útsláttakeppni um hvaða lið stendur uppi sem Evrópumeistari.

Gestgjafar Hollands mæta Svíþjóð í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á morgun og er andstæðingur þeirra frændþjóð okkar Svíþjóð.

Önnur frændþjóð okkar spilar á morgun en það eru Danir. Þeirra bíður erfitt verkefni en þær mæta sjálfum Evrópumeisturum Þýskalands.

Á sunnudag leika liðin úr riðli okkar Íslendinga. Austurríki mætir Spánverjum en síðasti leikurinn er líklega sá stærsti í 8-liða úrslitunum.

Þá mætast Englendingar og Frakkar. Liðunum var spáð góðu gengi á mótinu og jafnvel sigri. Ljóst er hins vegar að annað liðið fer heim á sunnudag.

Laugardagur 29. júlí
16:00 Holland-Svíþjóð
18:45 Þýskaland-Danmörk

Sunnudagur 30. júlí
16:00 Austurríki-Spánn
18:45 England-Frakkland
Athugasemdir
banner
banner
banner