Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 27. júlí 2017 22:12
Brynjar Ingi Erluson
Óskar Örn: Þessi bolti hefði farið inn „either way"
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Óskar Örn Hauksson í leik með KR
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR í Pepsi-deild karla, var mjög sáttur með spilamennsku liðsins í 2-0 sigrinum á Fjölni í kvöld en leikið var á Alvogen-vellinum.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

KR-ingar eru komnir í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig eftir sigur kvöldsins en Pálmi Rafn Pálmason og Óskar gerðu mörk heimamanna.

Liðið sundurspilaði Fjölnismenn í síðari hálfleik en gestirnir veittu þeim þó mikla keppni í þeim fyrri.

„Já, virkilega. Við höfum ekki náð í alltof marga sigurleiki í sumar en erum komnir með tvo núna. Við vorum svolítið lengi í gang almenninlega en þegar Pálmi skorar þá upplifi ég eins og við séum með leikinn undir control og klárum hann sterkt að mér finnst," sagði Óskar við fjölmiðla.

„Þetta er einfalt. Þegar vel gengur eru allir ánægðir og öfugt en auðvitað ætluðum við að vera á öðrum stað akkurat núna en við getum ekkert gert í því nema að halda áfram."

André Bjerregaard kom til KR frá Horsens á dögunum en hann hefur gefið KR nýja vídd í sóknarleiknum og reynst afar mikilvægur.

„Hann kemur með öðruvísi vídd inn í okkar sóknarleik og hentar okkur ágætlega í dag. Ég er sammála því að með honum hefur komið öðruvísi líf í þetta og ég er virkilega ánægður með hans innkomu í liðið."

Óskar skoraði annað mark KR í kvöld en boltinn fór af varnarmanni og í netið. Hann segir að boltinn hefði farið inn hvort sem hann hefði snert varnarmann eða ekki.

„Þessi bolti hefði farið inn either way en auðvitað dettur þetta oft með þegar gengur vel og það þarf að gera það. Þetta er farið að detta aðeins með okkur núna," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner