Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 27. júlí 2017 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Gústi Gylfa: Hann hefur ekkert að gera hingað heim
Ágúst Gylfason, þjálfari FJölnis
Ágúst Gylfason, þjálfari FJölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis í Pepsi-deild karla, var svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn KR í deildinni í kvöld en leikið var á Alvogen-vellinum í Frostaskjóli. Fjölnir er komið í sjöunda sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: KR 2 -  0 Fjölnir

Fjölnismenn byrjuðu af krafti í kvöld og áttu mjög góðar fyrstu 35 mínútur í leiknum. KR-ingar byrjuðu þó að sækja af krafti undir lok fyrri hálfleiks og uppskar liðið mark en það virtist hafa verið þungt högg fyrir Fjölnismenn sem náðu sér aldrei á strik í þeim síðari.

„Hún er súr. Það er leiðinlegt að tapa og erfiður útivöllur en leikurinn spilaðist svolítið þannig að við vorum öflugir fyrstu 35 mínúturnar. Við sköpuðum okkur færi og áttum hugsanlega að fá víti," sagði Ágúst.

„Svo snerist það við ef þú skorar ekki mörk. Með lið eins og KR þá ganga þeir á lagið ef þeir fá sitt spil, þá er erfitt að koma til baka og eftir að við náðum ekki að skora eftir 30 mínútur þá spilast það þannig að þetta var bara sanngjarnt."

Marcus Solberg féll inni í teignum eftir viðskipti sín við Gunnar Þór Gunnarsson en Fjölnismenn kölluðu eftir víti. Brotið virtist augljóst.

„Mér sýndist það, það voru nokkur augu sem sáu þetta og sögðu að þetta hefði verið víti. Það er fúlt að fá ekki víti," sagði Ágúst ennfremur.

KR-ingar fengu mikið af opnum færum og þá sérstaklega í síðari hálfleik.

„Ef þú horfir á fyrstu 35 mínúturnar þá skapar KR ekki neitt. Það gekk mjög vel upp hjá okkur, við vorum að skapa okkur víti og svona, en ef þú nærð ekki að skora þá misstum við móðinn og KR gekk á lagið og menn náðu ekki að koma sér í stöður og annað. KR-ingar refsuðu okkur og fengu fullt af opnum færum en þeir skora úr skotum fyrir utan teig en fengu færi sem Doddi varði og fleira."

„Það leit þannig út. Síðustu tíu í fyrri hálfleiknum þá lágu KR-ingar á okkur. Það er vont að fá þetta á sig í lokin og við náðum okkur í raun aldrei út úr því. Maður hefði viljað komast í 80-85 mínútur með eitt mark á milli og þá hefum við getað spýtt í lófana og reynt að gera eitthvað fram á við en það var erfitt."


Fjölnismenn hafa verið rólegir á markaðnum að undanförnu. Linus Olsson kom til félagsins og virðist vera afar öflugur en annað er ekki á döfinni eins og er.

„Það er ekkert á döfinni en við sjáum til. Það eru nokkrir dagar en það eru engin nöfn á borði. Ef það eru einhverjir spennandi Íslendingar þá kannski gerum við eitthvað."

Viðar Ari Jónsson var seldur frá Fjölni til Brann í Noregi eftir síðasta tímabil en hann hefur fengið fá tækifæri í Noregi. Hann segir að það yrði draumur að fá hann á láni en að hann eigi þó ekkert erindi að koma hingað heim úr atvinnumennsku.

„Það væri draumurinn að fá Vidda heim. Hann er frábær leikmaður og var frábær með okkur í fyrra en ég held ekki. Hann er kominn út og auðvitað vill hann vera þar. Hann hefur ekkert að gera hingað heim," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner