Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. júlí 2017 10:20
Magnús Már Einarsson
Liverpool með lokatilboð í Keita
Powerade
Liverpool gefst ekki upp í baráttunni um Keita.
Liverpool gefst ekki upp í baráttunni um Keita.
Mynd: Getty Images
Lemar er á leið til Arsenal.
Lemar er á leið til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með kjaftasögur. Kíkjum á pakka dagsins.



Arsenal er að fá miðjumanninn Thomas Lemar (21) frá Mónakó á 45 milljónir punda. (Sun)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill ekki lofa því að Gareth Bale (28) verði áfram hjá félaginu. Bale hefur verið orðaður við Manchester United. (Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, ætlar að fá Ross Barkley frá Everton og Alex-Oxlade Chamberlain frá Arsenal á samanlagt 50 milljónir punda. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill fá Barkley í sínar raðir. (Times)

Roma ætlar að koma með nýtt 32 milljóna punda tilboð í Riyad Mahrez (26). (Mirror)

Chelsea ætlar að reyna að fá Renato Sanches (19) á láni frá Bayern Munchen. (Telegraph)

Liverpool ætlar að gera lokatilraun til að fá Naby Keita (22) frá RB Leipzig á 70 miljónir punda. (Mirror)

Liverpool heldur áfram að segja Barcelona að Philippe Coutinho (25) sé ekki til sölu. (ESPN)

Luciano Spalletti, þjálfari Inter, segist vilja halda Ivan Perisic (28) hjá félaginu en hann geti ekki lofað því hvað muni gerast í sumar. Perisic hefur verið orðaður við Manchester United. (ESPN)

Juventus hefur snúið sér að Blaise Matuidi (30) miðjumanni PSG. Það þýðir að Manchester United fær minni samkeppni í baráttunni um Nemanja Matic (28) hjá Chelsea. (Independent)

Formaður AC Milan segir að félagið hafi rætt við Diego Costa (28) framherja Chelsea. (Sky sports)

Paulo Dybala (23) ætlar ekki að fara fra Juventus í sumar en hann hefur verið orðaður við Barcelona og Manchester United. (Talksport)

Jermaine Pennant (34), fyrrum kantmaður Liverpool, hefur gengið til liðs við Billericay Town í ensku utandeildinni. (Sun)

Brighton ætlar að reyna að fá Tom Lawrence (23) frá Leicester á átta milljónir punda. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner