Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 28. júlí 2017 11:05
Magnús Már Einarsson
Kristinn Jóns í Breiðablik (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Kristinn Jónsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik á nýjan leik.

Kristinn kemur til Breiðabliks frá Sogndal í Noregi en hann hefur fengið fá tækifæri þar á þessu tímabili.

„Þau frábæru tíðindi voru að berast að Kristinn Jónsson hefur gengið aftur til liðs við Breiðablik og mun leika með liðinu til loka þessa keppnistímabils í það minnsta," segir á Blikar.is.

Í fyrra lék Kristinn með Sarpsborg í Noregi en hann hefur einnig leikið með Brommapojkarna í Svíþjóð á ferli sínum.

Hinn 26 ára gamli Kristinn er uppalinn hjá Breiðablik. Hann hefur leikið 223 leiki með félaginu í meistaraflokki og skorað í þeim 15 mörk. Hann var lykilmaður þegar liðið varð Íslandsmeistari 2010 og bikarmeistari 2011.

Kristinn á að baki 8 A-landsleiki og alls 32 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Davíð Kristján Ólafsson hefur verið vinstri bakvörður Breiðabliks í sumar en Kristinn gæti nú tekið stöðuna af honum. Næsti leikur Breiðabliks er gegn Fjölni á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner