banner
   fös 28. júlí 2017 13:45
Elvar Geir Magnússon
Mihajlovic: Belotti fer ekki fyrir minna en 90 milljónir punda
Andrea Belotti.
Andrea Belotti.
Mynd: Getty Images
Sinisa Mihajlovic, þjálfari Torino, segir að sóknarmaðurinn Andrea Belotti sé ekki fáanlegur fyrir minna en 90 milljónir punda.

Belotti var orðaður við Manchester United og Chelsea fyrr í glugganum en nú vill AC Milan tryggja sér þjónustu hans.

Leikmaðurinn er með 90 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum.

Milan hefur þegar eytt 160 milljónum pundum í nýja leikmenn í sumar og meðal annars fengið Leonardo Bonucci og Andrea Conti til að reyna að koma sér aftur í hóp stóru liðanna í Evrópu.

Belotti er 23 ára og raðaði inn mörkum fyrir Torino á liðnu tímabili.

„Það er ljóst að félög þurfa að borga riftunarákvæðið. Annars erum við ekki til í að ræða þetta. Ég er ánægður með að hafa Belotti í okkar röðum og sambandið er gott," segir Mihajlovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner