Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. júlí 2017 14:23
Magnús Már Einarsson
Igor Taskovic í Reyni Sandgerði (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Igor Taskovic, miðjumaður Fjölnis, hefur gengið til liðs við Reyni Sandgerði í 3. deildinni.

Taskovic kom til Fjölnis í vetur eftir fjögur ár hjá Víkingi Reykjavík.

Hinn 35 ára gamli Taskovic hefur komið við sögu í sjö leikjum með Fjölni í sumar en hann hefur ekki verið með liðinu í síðustu leikjum.

Hann á nú að hjálpa Reynismönnum í fallbaráttunni sem er framundan í 3. deildinni en liðið er fimm stigum frá öruggu sæti.

Eins og kom fram fyrr í dag þá hafa Reynismenn einnig fengið þá Dimitrije Pobulic og Strahinja Pajic til liðs við sig.

Allir geta þeir spilað sinn fyrsta leik með Sandgerðingum í mikilvægum leik gegn Dalvík/Reyni í 3. deildinni á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner