Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 28. júlí 2017 16:00
Elvar Geir Magnússon
Conte hefur áhuga á Renato Sanches
Sanches í leik með Þýskalandsmeisturunum í Bayern München.
Sanches í leik með Þýskalandsmeisturunum í Bayern München.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, segir að félagið vilji ekki selja portúgalska landsliðsmanninn en staðfestir að Chelsea sé meðal félaga sem hafi sýnt áhuga.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, spurði út í Sanches í Singapúr í vikunni en leikmaðurinn var frábær í 3-2 sigri Bayern gegn Chelsea.

Sanches er 19 ára en tókst ekki að vinna sér sæti í byrjunarliði Bayern á sínu fyrsta tímabili með félaginu, hann spilaði aðeins 17 leiki í þýsku deildinni á síðasta tímabili.

Bayern vill ekki selja Sanches en er opið fyrir því að lána hann eitt tímabil.

„Það eru að minnsta kosti tíu félög á eftir honum. Conte bað um upplýsingar eftir leikinn á þriðjudag því hann veit að hann getur breytt hlutum á vellinum. Við höfum enn trú á honum," segir Rummineggie.

Sanches hefur sjálfur lýst yfir óánægju með lítinn spiltíma á síðasta tímabili en slúðurblöðin hafa meðal annars sagt að AC Milan og Manchester United séu að horfa til hans.
Athugasemdir
banner