Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. júlí 2017 15:01
Elvar Geir Magnússon
Segir að Liverpool ætti að fá Gylfa ef Coutinho fer
Rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Mynd: Getty Images
Dean Saunders, fyrrum leikmaður Liverpool og Swansea, telur að Liverpool ætti að reyna að kaup Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea ef Barcelona kaupir Philippe Coutinho.

Juan Mata hjá Manchester United er annar leikmaður sem Saunders nefnir sem gæti fyllt í skarð Coutinho. Það hefur þó enginn leikmaður skipt á milli erkifjendanna í Liverpool og United síðan 1964.

„Það var ekki hægt að fylla í skarð Luis Suarez en það er hægt að fylla í skarð Coutinho tel ég. Ef Barcelona bankar á dyrnar þá er leikmaðurinn farinn," segir Saunders.

Liverpool gerir allt til að halda í sína skærustu stjörnu og virðist ekki ætla að gefa neitt eftir. En ef Barcelona krækir í Coutinho er spurning hvor íslenski landsliðsmaðurinn sé ekki besti kosturinn?

Everton hefur reynt að kaupa Gylfa en ekki náð samkomulagi við Swansea.
Athugasemdir
banner
banner
banner