Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. júlí 2017 18:53
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur Gunnlaugs til Halmstad (Staðfest)
Höskuldur í leik með Blikum.
Höskuldur í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson er á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Halmstad. Fram kemur á blikar.is að félagaskiptin séu frágengin.

Höskuldur er 22 ára uppalinn Bliki og hefur leikið 113 leiki með meistaraflokki. Hann hefur skorað alls 19 mörk með meistaraflokki Breiðabliks og átt tugi stoðsendinga til félaga sinna sem gefið hafa mörk - nú síðast fjórar í einum og sama leiknum gegn KA síðasta sunnudag.

Þá hefur hann leikið 7 leiki með U-21 árs landsliði Íslands og skorað þar 2 mörk.

Höskuldur heldur til Svíþjóðar á sunnudaginn.

Halmstad hefur fjórum sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 2000. Liðið er nú í neðri hlutanum í sænsku úrvalsdeildinni.

„Höskuldur hefur verið eftirlæti margra stuðningsmanna Breiðabliks undanfarin ár með tækni sinni og leikni og hans verður saknað úr Kópavoginum. Það kemur hinsvegar ekki neinum á óvart að hann reyni fyrir sér í atvinnumennsku á erlendri grundu," segir á blikar.is.

Það leit út fyrir að Höskuldur væri á leið til Bandaríkjanna í nám en þessi samningur við Halmstad breytir þeim áætlunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner