Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. júlí 2017 10:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi spilar ekki með Swansea í dag - Sögusagnir að trufla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Swansea sem leikur gegn Birmingham City í æfingaleik í dag.

Mikla vangaveltur hafa verið um framtíð Gylfa í sumar og í dag er hann ekki í hóp vegna óvissunar sem ríkir um framtíð hans.

Þetta kemur fram á heimasíðu Swansea.

Swansea hefur hafnað tveimur tilboðum frá Everton í Gylfa í sumar, sem og tilboði frá Leicester. Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn, en síðasta tilboð Everton var upp á 40 milljónir punda. Það gat farið í 45 milljónir punda með tímanum.

Gylf fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna af sömu ástæðu að hann er ekki að spila þennan æfingaleik í dag.

Gylfi byrjaði að æfa aftur með Swansea í vikunni, en hann er ekki tilbúinn að spila aftur fyrir félagið.

Þessi íslenski landsliðsmaður hefur verið mest orðaður við Everton í sumar, en síðastliðið fimmtudagskvöld var sagt að ólíklegt væri að Everton myndi kaupa hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner