Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 29. júlí 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola er ekki hættur að eyða í varnarmenn
Er búinn að borga 120 milljónir punda í varnarmenn í sumar
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur varið miklum fjárhæðum í það að styrkja vörnina hjá sér í sumar. Hann er búinn að eyða 120 milljónum punda í þrjá bakverði hingað til, en hann er ekki hættur. Hann ætlar að kaupa miðvörð áður en glugginn lokar.

Líklegt er að Eliaquim Mangala yfirgefi City í sumar og þá eru aðeins þrír hreinræktaðir miðverðir eftir hjá félaginu. Þetta eru John Stones, fyrirliðinn Vincent Kompany og Nicholas Otamendi.

„Við eigum ekki mikið eftir til að eyða í leikmenn, en við munum sjá til," sagði Guardiola sem vonast til að fá miðvörð.

Ef glugginn gefur tækifæri til þá ætlum við að ná okkur í varnarmann," sagði Guardiola enn fremur.

City hefur ekki verið að spara neitt í sumar. Þeir hafa borgað 200 milljónir punda fyrir fimm leikmenn, þar af þrjá bakverði.

Kyle Walker kom fyrir tæpar 50 milljónir punda, Danilo kom fyrir 26,5 milljónir punda og þá varð Benjamin Mendy dýrasti varnarmaður sögunnar þegar City borgaði Mónakó 52 milljónir punda fyrir hann.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner