Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. júlí 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spilar gegn Barcelona níu mánuðum eftir flugslys
Ruschel í leik fyrir flugslysið.
Ruschel í leik fyrir flugslysið.
Mynd: Getty Images
Í nóvember á síðasta ári átti sér stað mikill harmleikur sem hafði mikil áhrif á allan fótboltaheiminn, en núna níu mánuðum síðar hafa jákvæðar fréttir borist úr sama umhverfi, frá sama liði.

Flugfél sem var að flytja brasilíska liðið Chapecoense hrapaði með þeim afleiðingum 71 lést, þar á meðal leikmenn og þjálfari liðsins.

Einn þeirra sem lifði slysið af, varnarmaðurinn Alan Ruschel mun snúa aftur á fótboltavöllinn eftir níu daga, þann 7. ágúst. Hann fær alvöru endurkomuleik, gegn Barcelona á Nývangi!

Ruschel var í nokkurn tíma á spítala eftir slysið, en nú er hann að snúa aftur á fótboltavöllinn. Gríðarlega jákvætt það.

Tveir aðrir leikmenn brasilíska liðsins lifðu slysið af; varnarmaðurinn Neto og markvörðurinn Jackson Follman, en sá síðarnefndi missti annan fótinn í slysinu. Ruschel segir að Follman hafi bjargað lífi sínu.

„Jackson Follman kallaði á mig og bað mig um að setjast við hliðina á sér og ég gerði það vegna þess að þetta var hann. Ég hef þekkt hann frá árinu 2007, þannig að ég fór út sætinu mínu og settist við hlið hans. Þar var lífi mínu bjargað," sagði Ruschel í desember.

Sjá einnig:
Lifði flugslysið af eftir að hafa breytt um sæti
Athugasemdir
banner
banner
banner