Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 29. júlí 2017 10:45
Elvar Geir Magnússon
„Keppni sem Ísland vill gleyma en stuðningurinn magnaður"
Ísland fékk magnaðan stuðning.
Ísland fékk magnaðan stuðning.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á vef UEFA er farið yfir hápunktana úr riðlakeppni Evrópumótsins. Fréttaritarar vefsins skoða það sem upp úr stendur í þeirra huga og eru íslensku stuðningsmennirnir þar á meðal.

„Þetta var úrslitakeppni sem Ísland vill gleyma en stuðningsmenn liðsins voru magnaðir, þeir endurtóku það sem við fengum að kynnast í Frakklandi síðasta sumar," skrifar John Atkin.

Hann segir að íslensku áhorfendurnir hafi fengið hlutlausa á sitt band á leið á völlinn eins og flautuleikarinn í Hameln.

Þá er vitnað í landsliðsþjálfarann Frey Alexandersson sem segir að Íslendingar gætu verið mjög stoltir af því hvernig þeir meðhöndla íþróttir kvenna.

Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM en í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á eftir verður fjallað um það hvaða vinna tekur við hjá KSÍ núna að móti loknu.
Athugasemdir
banner
banner
banner