Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. júlí 2017 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ravanelli: Ég myndi skora 60 mörk á tímabili
Mynd: Getty Images
Gamli silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli heldur því fram að hann myndi skora 60 mörk á tímabili ef hann væri enn að spila.

Ravanelli sló í gegn sem leikmaður hjá Middlesbrough á sínum tíma.

Ravanelli, sem er í dag 48 ára, telur líka að á leikmannarmarkaðnum í dag, að þá myndi hann kosta í kringum 80 milljónir punda.

„Einu sinni þá var erfitt að skora mörk, í dag er það auðvelt," sagði Ravanelli í viðtali við Daily Mail.

„Allir gömlu góðu varnarmennirnir eru hættir. Það eru ekki til leikmenn eins og Nesta, Stam eða Maldini. Í hverjum einasta leik færðu fimm eða sex færi. Þegar ég var að spila fékkstu í mesta lagi tvö eða þrjú," sagði Ravanelli enn fremur.

„Gianfranco Zola, Eric Cantona, Teddy Sheringham. Við myndum allir skora meira ef við værum að spila í dag. Ég skoraði 34 mörk fyrir Juventus 1995-96 tímabilið og 31 mark með Middlesbrough tímabilið eftir. Í dag myndi ég skora 60 mörk á tímabili."
Athugasemdir
banner
banner