Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 03. ágúst 2017 18:14
Ingólfur Sigurðsson
Lars Lagerback: Var svo heimskur að hoppa á annað starf
Lars Lagerback á Laugardalsvelli í dag.
Lars Lagerback á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er mættur til Íslands til að horfa á ofurleikinn milli Manchester City og West Ham annað kvöld. Lars var mættur á Laugardalsvöll á nýjan leik í kvöld til að fylgjast með æfingu City.

„Mér þykir leiðinlegt að hafa verið svo heimskur að hoppa á nýtt starf (sem landsliðsþjálfari Noregs). Þegar ég tók að mér hálft starf hjá sænska knattspyrnusambandinu skoðaði ég leikjaplanið og stefndi á að mæta á alla heimaleiki Íslands. Ég hoppaði í nýtt starf og gat það þá ekki lengur," sagði Lars léttur í bragði um endurkomu sína á Laugardalsvöll.

„Það er frábært að koma til baka til Íslands. Þetta voru nokkur af bestu árum ævi minnar, bæði í vinnunni auk þess sem ég eignaðist góða vini."

Horfir á alla leiki Íslands í sjónvarpinu
Lars hætti með íslenska landsliðið eftir EM í Frakklandi í fyrra þar sem hann og Heimir Hallgrímsson komu liðinu í 8-liða úrslit. Lars hefur fylgst vel með gangi mála síðan hann hætti.

„Liðið hefur náð frábærum úrslitum. Ég hef horft á alla leikina í sjónvarpinu og þetta er sama íslenska liðið. Heimir og starfsfólkið hefur byggt oftan á það sem við gerðum. Skipulagið er gott sem og hugarfarið hjá leikmönnum. Mörg stærri lið hafa lent í erfiðleikum ef þau hafa staðið sig vel í lokakeppni en þetta er stórkostlegt hjá Íslandi. Ég á engin önnur orð yfir það."

Gylfi Þór Sigurðsson var í lykilhlutverki í liðinu hjá Lars á sínum tíma. Hann gæti nú verið á leið til Everton.

„Þetta veltur á Gylfa. Ef hann vill skipta um félag og fara annað núna. Ef hann telur að þetta sé gott þá tel ég það líka. Ég styð hann 100%. Ef hann vill fara þá vona ég að félagaskiptin gangi í gegn."

Norska starfið ekki ólíkt því íslenska
Lars tók fyrr á þessu ári við sem landsliðsþjálfari Norðmanna og hefur verið að fóta sig í því starfi.

„Þetta er frekar svipað og á Íslandi. Munurinn er sá að þegar ég byrjaði með íslenska liðið fékk ég fjóra leiki og gat prófað mig áfram með leikmenn. Þú þarft að vera með 15 manna kjarna sem þú vilt byggja á. Ég hef gert það sama í Noregi. Við höfum reynt að vinna leiki og finna þá 15 menn sem við viljum byggja á. Núna veltur það á starfsfólkinu og leikmönnunum að við getum gert svipað góða hluti og Ísland. Ég veit ekki hvort við getum gert það en ég vona það," sagði Lars.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner