Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   fim 03. ágúst 2017 18:14
Ingólfur Sigurðsson
Lars Lagerback: Var svo heimskur að hoppa á annað starf
Lars Lagerback á Laugardalsvelli í dag.
Lars Lagerback á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er mættur til Íslands til að horfa á ofurleikinn milli Manchester City og West Ham annað kvöld. Lars var mættur á Laugardalsvöll á nýjan leik í kvöld til að fylgjast með æfingu City.

„Mér þykir leiðinlegt að hafa verið svo heimskur að hoppa á nýtt starf (sem landsliðsþjálfari Noregs). Þegar ég tók að mér hálft starf hjá sænska knattspyrnusambandinu skoðaði ég leikjaplanið og stefndi á að mæta á alla heimaleiki Íslands. Ég hoppaði í nýtt starf og gat það þá ekki lengur," sagði Lars léttur í bragði um endurkomu sína á Laugardalsvöll.

„Það er frábært að koma til baka til Íslands. Þetta voru nokkur af bestu árum ævi minnar, bæði í vinnunni auk þess sem ég eignaðist góða vini."

Horfir á alla leiki Íslands í sjónvarpinu
Lars hætti með íslenska landsliðið eftir EM í Frakklandi í fyrra þar sem hann og Heimir Hallgrímsson komu liðinu í 8-liða úrslit. Lars hefur fylgst vel með gangi mála síðan hann hætti.

„Liðið hefur náð frábærum úrslitum. Ég hef horft á alla leikina í sjónvarpinu og þetta er sama íslenska liðið. Heimir og starfsfólkið hefur byggt oftan á það sem við gerðum. Skipulagið er gott sem og hugarfarið hjá leikmönnum. Mörg stærri lið hafa lent í erfiðleikum ef þau hafa staðið sig vel í lokakeppni en þetta er stórkostlegt hjá Íslandi. Ég á engin önnur orð yfir það."

Gylfi Þór Sigurðsson var í lykilhlutverki í liðinu hjá Lars á sínum tíma. Hann gæti nú verið á leið til Everton.

„Þetta veltur á Gylfa. Ef hann vill skipta um félag og fara annað núna. Ef hann telur að þetta sé gott þá tel ég það líka. Ég styð hann 100%. Ef hann vill fara þá vona ég að félagaskiptin gangi í gegn."

Norska starfið ekki ólíkt því íslenska
Lars tók fyrr á þessu ári við sem landsliðsþjálfari Norðmanna og hefur verið að fóta sig í því starfi.

„Þetta er frekar svipað og á Íslandi. Munurinn er sá að þegar ég byrjaði með íslenska liðið fékk ég fjóra leiki og gat prófað mig áfram með leikmenn. Þú þarft að vera með 15 manna kjarna sem þú vilt byggja á. Ég hef gert það sama í Noregi. Við höfum reynt að vinna leiki og finna þá 15 menn sem við viljum byggja á. Núna veltur það á starfsfólkinu og leikmönnunum að við getum gert svipað góða hluti og Ísland. Ég veit ekki hvort við getum gert það en ég vona það," sagði Lars.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki missa af Super match á Laugardalsvelli
Manchester City og West Ham mætast á Laugardalsvelli klukkan 14:00 föstudaginn 4. ágúst. Kræktu þér í miða á midi.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner