Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 13. ágúst 2017 12:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Koeman: Rooney ennþá einn af þeim bestu
Rooney átti draumabyrjun með Everton í gær
Rooney átti draumabyrjun með Everton í gær
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, segir að Wayne Rooney hafi sannað að hann er enn einn af þeim bestu í sinni stöðu með frammistöðu sinni gegn Stoke í gær.

Rooney ákvað að yfirgefa Old Trafford eftir 13 ára feril hjá Manchester United og ganga aftur í raðir uppeldisfélagsins Everton í sumar.

Hann skoraði sigurmark Everton í gær með góðum skalla rétt áður en flautað var til hálfleiks og var mjög góður í leiknum þess utan.

„Hann sýndi að hann er enn þá einn af þeim bestu í sinni stöðu," sagði Koeman.

„Mér fannst hann í öðrum klassa varðandi að halda boltanum, honum leið vel á boltanum, tók réttar ákvarðanir og skoraði frábært mark. Þú getur ekki beðið um meira en það.

Koeman segir að Rooney verði lykill í því ef liðið ætlar sér að fara langt á þessari leiktíð bæði í deildinni og Evrópu. Hann sér hann geta haft áhrif á hópinn, sérstaklega á ungu leikmennina.

„Hann hefur reynslu. Hann hefur lengi spilað á hæsta leveli og unnið titla. Það er mikil reynsla. Við höfum unga leikmenn sem þurfa að læra og bæta sig og í honum hafa þeir góðan kennara."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner