Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. ágúst 2017 13:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Aubameyang vill fara til AC Milan
Aubameyang segist vilja fara til AC Milan
Aubameyang segist vilja fara til AC Milan
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hefur komið orðrómum af stað um framtíð sína hjá Borussia Dortmund eftir að segja að hann vilji fara til AC Milan á samskiptamiðlum.

Þessi landsliðsmaður Gabon hefur verið orðaður í burtu frá Dortmund fyrr í sumar og voru Chelsea, PSG og AC Milan nefnd í því samhengi. Dortmund hins vegar tilkynnti það að hann yrði áfram hjá félaginu.

Aubameyang, sem hóf feril sinn hjá AC Milan, skoraði þrennu í þýska bikarnum gegn Rielasingen-Arlen í gær. Hann fór svo á Instagram eftir leikinn og var þar með beina útsendingu þar sem hann var spurður út í endurkomu til Milan.

„Ég vil koma aftur en þeir eru sofandi. Hvað þarf ég að gera?" sagði Aubameyang.

Hann hélt svo áfram með því að herma eftir vallarþulinum á San Siro þegar hann tilkynnir hver skorar mark með því að segja: „Og númer sjö...".

Aubameyang skoraði 40 mörk í öllum keppnum fyrir Dortmund á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner