Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 13. ágúst 2017 14:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Hoddle: Rose hefur stuðning
Danny Rose
Danny Rose
Mynd: Getty Images
Fyrrverandi knattspyrnustjóri Tottenham og enska landsliðsins, Glenn Hoddle, segir að ummæli Danny Rose um launauppbyggingu og félagaskiptastefnu félagsins hafi ekki farið illa í liðsfélaga hans.

Rose baðst afsökunar á ummælunum eftir umdeilt viðtal sem birtist við hann síðastliðin fimmtudag. Hoddle, sem spilaði einnig með Spurs á sínum tíma, segir að liðsfélagar hans eru líklega sammála honum.

Í íþróttadálk sínum í Mail on Sunday skrifaði Hoddle: „Danny Rose hefur ekki labbað inn í reiðan klefa á fimmtudagsmorgun."

„Heldur hugsa liðsfélagar hans innst inni. Vel gert Danny. Þú hefur kannski sett höfuð þitt að veði en þú ert aðeins að segja það sem við erum allir að hugsa."

„Við erum öll sammála um að tímasetningin var slæm. Tímabilið að byrja og hann búinn að vera meiddur í sex mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner