Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 13. ágúst 2017 14:26
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
England: Tottenham lagði 10 leikmenn Newcastle
Dele Alli kemur Tottenham yfir í dag
Dele Alli kemur Tottenham yfir í dag
Mynd: Getty Images
Newcastle 0 - 2 Tottenham
0-1 Dele Alli ('61 )
0-2 Ben Davies ('70 )

Rautt spjald:Jonjo Shelvey, Newcastle ('49)

Tottenham vann góðan útisigur á Newcastle í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, 2-0.

Fyrri hálfleikur leiksins var frekar bragðdaufur fyrir utan dauðafæri sem Harry Kane fékk um miðjan hálfleikinn.

Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem eitthvað fór að gerast. Jonjo Shelvey lét reka sig útaf fyrir fáránlega hegðun í upphafi seinni hálfleiks. Hann steig þá viljandi ofan á Dele Alli sem lá á vellinum beint fyrir framan nefið á Andre Marineer dómara og fékk reisupassann.

Tottenham nýtti sér liðsmuninn eftir rúman klukkutíma leik þegar Dele Alli skoraði eftir frábæra sendingu Christian Eriksen.

Ben Davies tvöfaldaði svo forystuna fyrir Spurs níu mínútum seinna með marki eftir frábæra sókn og aðra stoðsendingu frá Eriksen.

Harry Kane hefði svo getað skorað sitt hundraðasta mark í úrvalsdeildinni undir lok leiks en hann skaut í stöngina úr dauðafæri. Lokatölur 2-0 fyrir Tottenham.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner