sun 13. ágúst 2017 22:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Mane: Áttum að klára þennan leik
Saido Mane var ekki með neinar afsakanir
Saido Mane var ekki með neinar afsakanir
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, kantmaður Liverpool, segir að lið sitt hefði átt skilið að vinna leikinn gegn Watford í gær. Miguel Britos skoraði jöfnunarmark Watford á 93.mínútu en markið virtist vera ólöglegt.

Mane skoraði fyrsta mark Liverpool í deildinni í vetur þegar hann jafnaði leikinn í 1-1. Roberto Firmino og Mohammed Salah skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum.

Jurgen Klopp talaði um það í viðtölum eftir leik að jöfnunarmark Watford hefði verið ólöglegt og að sínir menn hefði verið rændir. Mane hins vegar var hins vegar ekkert að afsaka jafnteflið með því að gagnrýna dómarann.

„Við erum vonsviknir því að við áttum skilið að vinna þennan leik. Við eigum að verjast vetur í svona leik, það er alltaf erfitt á móti svona löngum boltum," sagði Mane við opinbera heimasíðu Liverpool.

„Þetta er fyrsti leikur tímabilsins og við verðum að leggja hart að okkur í næstu leikjum. Engar afsakanir - allir eru heilir. Við vorum óheppnir að fá ekki þrjú stig en í næsta leik verðum við tilbúnir að ná í stigin þrjú og gera stuðningsmenn okkar ánægða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner