Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. ágúst 2017 17:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bilic svekktur: Þeir voru betri en við í öllu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við verðum að viðurkenna það, að þeir voru betri en við á öllum sviðum fótboltans," sagði Slaven Bilic, stjóri West Ham, eftir 4-0 tap gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þeir voru betri með boltann, án boltans og í 50/50 einvígum. Ef þú gerir mistök eins og við gerðum í dag, þá er erfitt að spila. Þeir eru hættulegir í skyndisóknum, þetta eru hræðilegt úrslit."

„Þetta var það versta sem gat gerst, en við getum ekki breytt neinu núna. Við verðum að hysja upp um okkur fyrir næsta leik."

Hann segir að það sé erfitt að taka eitthvað jákvætt út úr leik sem þessum.

„Það er erfitt að tala um plúsa þegar þú tapar 4-0," sagði Bilic.

„Við erum að fá leikmenn aftur úr meiðslum og vonandi getum við gert betur í næsta leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner