þri 15. ágúst 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjárfestir frá Kína kaupir 80% hlut í Southampton
Mynd: Getty Images
Fjárfestir frá Kína hefur keypt hlut í Southampton, en samkvæmt BBC hefur hann keypt 80% hlut í félaginu.

Kín­verj­inn Gao Jis­heng er maðurinn sem á núna stærstan hluta í Southampton, en viðskiptin hafa legið í loftinu í langan tíma.

Gao mun vinna náið með Katharina Liebherr, sem á enn 20% hlut í félaginu.

„Í dag er hefjum við nýjan og spennandi kafla hjá félaginu okkar," sagði Katharina Liebherr í tilkynningu í gær.

„Sem teymi, munum við halda áfram að byggja á þeim grunni sem við höfum lagt undanfarin misseri."

Gao verður ekki eini Kínverski fjárfestirinn sem á félag á Englandi. Aston Villa, Birmingham, Wolves, Reading og West Brom eru öll í eigu Kínverja.
Athugasemdir
banner
banner