Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 15. ágúst 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Strákur fæddur 2004 gerði tvennu fyrir U17 lið Dortmund
Efasemdir um aldur hans
Mynd: Getty Images
Youssoufa Moukoko. Leggið þetta nafn á minnið.

Þessi strákur 24. nóvember 2004, en hann er strax farinn að spila með U17 ára liði Borussia Dortmund í Þýskalandi. Hann er ekki bara farinn að spila með liðinu, hann er líka farinn að skora mörk.

Moukoko, sem er 12 ára gamall, gerði tvö mörk þegar U17 ára lið Dortmund lék gegn SG Unterrath um helgina.

Fyrsta mark hans var afar laglegt, en það seinna kom úr vítaspyrnu. Hægt er að sjá þau bæði í myndbandinu hér að neðan. Þú getur séð þau þegar 2 mínútur og 20 sekúndur eru búnar af myndbandinu.

Smelltu hér til að sjá myndband af mörkum hans (2:20)

Moukoko er farinn að spila með U15 ára liði Þýskalands. Hann var færður upp í 17 ára lið Dortmund eftir eitt tímabil með U15 ára liðinu, þar sem hann skoraði 33 mörk í 21 leik.

Efasemdir hafa vaknað um aldur hans, en faðir hans skilur ekkert í því. Hann sagði í viðtali við heimasíðu Dortmund í apríl að strákurinn gæti ekki verið eldri þar sem móðir hans er aðeins 28 ára.

Hér að neðan er mynd af honum.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner