Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. ágúst 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Félagaskiptaglugginn gæti lokað fyrir byrjun næsta tímabils
Framtíð Gylfa er ennþá í óvissu.
Framtíð Gylfa er ennþá í óvissu.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er að skoða mögulegar breytingar á félagaskiptaglugganum.

Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar 31. ágúst eins og í flestum öðrum stærstum deildum Evrópu en þá eru þrjár vikur liðnar af tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enska úrvalsdeildin skoðar nú hvort loka eigi glugganum fyrir fyrstu umferð í ensku úrvalsdeildinni en kosið verður um málið á fundi eigenda félaga í deildinni þann 7. september næstkomandi.

Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Virgil van Dijk voru ekki með í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina þar sem framtíð þeirra er í óvissu.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur kallað eftir því að glugginn loki áður en tímabilið byrjar sem og kollegi hans Paul Clement hjá Swansea.
Athugasemdir
banner