Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 16. ágúst 2017 11:28
Elvar Geir Magnússon
Carlos Bacca til Villarreal (Staðfest)
Bacca skoraði 31 mark í 69 leikjum fyrir AC Milan.
Bacca skoraði 31 mark í 69 leikjum fyrir AC Milan.
Mynd: Getty Images
Villarreal hefur fengið sóknarmanninn Carlos Bacca frá AC Milan á láni í eitt tímabil. Í lánssamningnum er klásúla um að Villarreal geti keypt Bacca alfarið eftir tímabilið.

Þessi 31 árs Kólumbíumaður virtist vera á leið til Sevilla en Villarreal vann kapphlaupið um hann. Félagið fær hann til að fylla skarð Roberto Soldado sem fór til Fenerbahce.

Bacca skoraði 49 mörk í 108 leikjum fyrir Sevilla milli 2013 og 2015. Liðið vann Evrópudeildina tvívegis.

Búist er við því að hann leiði sóknarlínu Villarreal ásamt Cedric Bakambu á komandi tímabili. Enes Unal, sem keyptur var frá Manchester City, og Roberto Soriano munu veita þeim samkeppni.

Villarreal endaði í fimmta sæti spænsku deildarinnar á síðasta tímabili og verður í Evrópudeildinni í vetur.


Athugasemdir
banner
banner