Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. ágúst 2017 12:42
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Sjö staðreyndir sem sýna að Gylfi er hverrar krónu virði
Icelandair
Gylfi er á leið til Everton.
Gylfi er á leið til Everton.
Mynd: Getty Images
Í landsleik með Íslandi.
Í landsleik með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Everton er að ganga frá kaupum á Gylfa Sigurðssyni frá Swansea á 45 milljónir punda. Gylfi fer í læknisskoðun í dag.

Talsverð umræða hefur verið um það á Englandi hvort verðmæti Gylfa sé þetta mikið en Mirror tók saman sjö staðreyndir tölfræðilega sem sýna að hann er hverrar krónu virði.

Hann hefur verið leiðandi sem sóknarmiðjumaður í ensku úrvalsdeildinni og miðað við tölurnar eru 45 milljónir punda alls ekki mikið ef miðað er við verðið á öðrum leikmönnum.

Á síðustu þremur tímabilum í ensku úrvalsdeildinni hafa aðeins fjórir leikmenn lagt upp fleiri mörk
Hér er topp fimm yfir stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni síðan í ágúst 2014: Cesc Fabregas (37), Mesut Özil (33), Christian Eriksen (32), Kevin De Bruyne (27)… og Gylfi (26). Ekki slæmt fyrir leikmann sem spilar fyrir Swansea.

Síðan Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni (2011) hefur hann skorað fleiri mörk úr aukaspyrnum en nokkur annar leikmaður
Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað sjö mörk beint úr aukaspyrnum, einu meira en Robert Snodgrass, Eriksen og Juan Mata.

Gylfi hljóp lengri vegalengd í ensku úrvalsdeildinni en nokkur annar leikmaður 2016/17
Staðreyndin að Gylfi fór yfir 433 kílómetra í leikjum síðasta tímabil, meira en nokkur annar leikmaður.

Aðeins einn leikmaður skoraði fleiri mörk gegn topp sex liðum ensku úrvalsdeildarinnar síðasta tímabil
Gylfi skoraði fimm mörk gegn efstu liðunum síðasta tímabil. Aðeins Jamie Vardy (6) skoraði meira gegn bestu liðum Englands.

Gylfi lagði upp fleiri mörk úr föstum leikatriðum en nokkur annar leikmaður í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili
Beckham tölfræði.

Gylfi kom með beinum hætti að 48,9% marka Swansea á síðasta tímabili
Hann skoraði eða lagði upp næstum helming marka liðsins. Aðeins Jermain Defoe hjá Sunderland (58,6%) og Romelu Lukaku (50%) hjá Everton (50%) voru ofar í þessum þætti.

Gylfi er bæði markahæsti (34) leikmaður Swansea í sögu efstu deildar og með flestar stoðsendingar (29)
Er hægt að mótmæla því að 45 milljónir punda sé eðlilegt verð fyrir Gylfa?

Sjá einnig:
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Uppboð: Everton treyja árituð af Gylfa - Hæsta boð 200 þúsund
Myndband: Gylfi kynntur fyrir stuðningsmönnunum í kvöld
Gylfi: Skil við Swansea á góðum nótum
Gylfi: Gæti tekið 1-2 ár að spila í Meistaradeildinni
Gylfi: Væri synd að taka föstu leikatriðin frá mér
Gylfi var kynntur með víkingaklappi - Ætlar sjálfur ekki að stjórna því
Koeman hefur reynt að kaupa Gylfa í mörg ár
Gylfi um svakalegt leikjaprógram: Þetta er það sem maður vill gera
Gylfi: Frábært að íslensku félögin fá hluta af upphæðinni
Gylfi: Margir dagar sem maður bjóst við að eitthvað myndi koma upp á
Everton eina liðið sem Gylfi hafði áhuga á - Reyndu við hann í fyrra
Gylfi: Hlakka mjög mikið til að spila með Rooney
Gylfi reiknar með að spila á miðjunni hjá Everton
Gylfi: 14 árum seinna fékk ég loksins samning hérna
Gylfi kominn með treyjunúmer - Tekur númerið af Barry
Stuðningsmenn Swansea í sárum - Farnir að bóka fall
Gylfi þá og nú í Everton búningi
Koeman: Gerðum allt til að fá Gylfa
Gylfi: Þetta er félag með mikinn metnað
Gylfi orðinn leikmaður Everton (Staðfest)
Tottenham græðir vel á sölu Gylfa til Everton
Gylfi tekur föstu leikatriðin af Rooney og Baines
Fréttamaður Sky: Koeman brosti út að eyrum þegar hann talaði um Gylfa
Telur að Everton muni byggja liðið í kringum Gylfa
„Vinnum deildina og Meistaradeildina eftir kaupin á Gylfa"
Gylfi spilar mögulega gegn Manchester City
Koeman um Gylfa: Þurfum mörk í stað Lukaku
Gylfi stóðst læknisskoðun - Skrifar undir í dag
Sjö staðreyndir sem sýna að Gylfi er hverrar krónu virði
Ekki há upphæð ef Gylfi kemur Everton í Meistaradeildina
Svona skiptast milljónir Gylfa - Breiðablik og FH fá 90 milljónir
Ian Wright: Hörmulegt fyrir Swansea að missa Gylfa
Dýrustu fótboltamenn sögunnar - Gylfi verður á topp 40
Athugasemdir
banner
banner
banner