Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 16. ágúst 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Matuidi í læknisskoðun hjá Juventus
Matuidi fer til ítölsku meistaranna.
Matuidi fer til ítölsku meistaranna.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa komist að samkomulagi við Paris Saint-Germain um kaupverð á franska miðjumanninum Blaise Matuidi fyrir 18,2 milljónir punda auk frammistöðutengdra greiðsla.

Matuidi er þrítugur og hefur verið hjá PSG síðan 2011 en franska félagið er að endurnýja hóp sinn. Matuidi vann fjóra franska meistaratitla með PSG en hann var áður hjá Saint-Etienne.

Matuidi á aðeins eftir að standast læknisskoðun en hann hefur samþykkt þriggja ára samning við Juventus.

Federico Bernardeschi, Juan Cuadrado, Douglas Costa og Wojciech Szczesny eru meðal leikmanna sem Juventus hefur fengið til sín í sumar

Juventus seldi varnarmanninn Leonardo Bonucci til AC Milan en hann og Massimiliano Allegri, stjóri Milan, áttu ekki skap saman.

Ítalska deildin fer af stað um helgina en Juventus á leik gegn Cagliari á heimavelli á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner