Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 16. ágúst 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Er ekki Alexander-Arnold sem er með Carragher á myndinni umtöluðu
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Eftir að hinn átján ár Trent Alexander-Arnold skoraði fyrir Liverpool í góðum sigri gegn Hoffenheim í gær setti Jamie Carragher mynd á Twitter sem vakti mikla athygli.

Myndin var tekin fyrir deildabikarleik gegn Leeds 2009, hún er af Carragher og lukkukrakka sem átti að vera Alexander-Arnold. Myndin fór eins og eldur um sinu um netheima og var henni deilt í tugþúsunda tali.

Nú hefur verið uppljóstrað að strákurinn á myndinni er í raun og veru ekki Alexander-Arnold heldur Dion Simpson, 19 ára stuðningsmaður Liverpool.

„Ég var lukkukrakki í útileik gegn Leeds, það er heimabær minn. Þessi mynd var fyrst sýnd á Sky Sports News í fyrra og félk hélt að þetta væri Trent. Myndin fór um allt og nú hefur Carra dregið hana aftur fram á sjónarsviðið!" segir Simpson.



Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool og skoraði í gær með hnitmiðuðu skoti beint úr aukaspyrnu. Stuðningsmenn Liverpool eru skiljanlega mjög spenntir fyrir þessum unga leikmanni.

Sjá einnig:
Alexander-Arnold: Draumur að skora fyrir Liverpool
Athugasemdir
banner
banner