Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman ekki búinn að taka ákvörðun með Barkley
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Everton, segist ekki alveg vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera við Ross Barkley.

Barkley varð fyrir meiðslum á æfingu á mánudag, en hann verður væntanlega frá í allt að sex vikur.

Barkley á eitt ár eftir af samningi sínum við Everton, en hann hefur hingað til ekki viljað skrifa undir nýjan samning. Koeman hefur gefið það í skyn að hann ætli að selja hann áður en félagsskiptaglugginn lokar, en meiðslin gætu sett strik í reikinginn.

„Ég veit það ekki," sagði Koeman þegar hann var spurður að því hvort meiðsli Barkley myndu flækja málin.

Koeman var síðan spurður að því hvort Barkley væri í plönum sínum fyrir tímabilið.

„Ég bíð þar til ágúst klárast," sagði Koeman og á þar væntanlega við að hann ætli að bíða þangað til glugginn lokar.

Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Everton, en það er spurning hvort það verði pláss fyrir Barkley eftir komu Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner