Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. ágúst 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar ræður UFC-bardagamann sem lífvörð sinn
Nordine Taleb.
Nordine Taleb.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar hefur ráðið sér lífvörð í Frakklandi.

Neymar gekk á dögunum í raðir Paris Saint-Germain fyrir tæpar 200 milljónir punda. Hann er að kynnast nýju landi og vill finna fyrir öryggi. Hann hefur því ráðir UFC-bardagakappa sem lífvörð sinn.

Bardagakappinn heitir Nordine Taleb, en hann hefur keppt í sjö bardögum hjá UFC. Hann hefur unnið fimm og tapað tveimur.

Hann hefur m.a. keppt á móti Santiago Ponzinibbio, en hann tapaði þeim bardaga eftir ákvörðun dómara. Pozinibbio vann Gunnar Nelson fyrr í sumar, en sá bardagi var umdeildur þar sem Ponzinibbio potaði nokkrum sinnum í augað á Gunnari áður en hann rotaði hann.

Það er ljóst að Neymar getur sofið vært á meðan Taleb gætir hans.



Athugasemdir
banner
banner
banner