Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 16. ágúst 2017 21:10
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Liverpool
Gylfi: Margir dagar sem maður bjóst við að eitthvað myndi koma upp á
Icelandair
Mynd: Getty Images
„Þetta er búið að taka frekar langan tíma og loksins er þetta allt klappað og klárt. Nú get ég farið að einbeita mér að tímabilinu," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtali við Fótbolta.net í kvöld eftir að hann skrifaði undir samning við Everton.

Gylfi spilaði fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu en hann spilaði síðan ekkert meira með liðinu á meðan að framtíð hans var í óvissu.

„Það er búið að vera svolítið skrítið. Þetta er búið að taka á þolinmæðina, það er skrítið að vera að æfa bara til þess að æfa og maður sér ekki fram á að spila neina leiki."

„Það er búinn að vera erfiðasti parturinn af þessu hvað þetta er búið að taka mikinn tíma."

„En sem betur fer eru þjálfarinn, eigendurnir og formaður Everton mjög þolinmóðir og þeir hættu ekkert við þetta sem betur fer."


Gylfi viðurkennir að hann hafi óttast á köflum að Everton myndi ekki ná samkomulagi við Swansea um kaupverð.

„Já já, það voru margir dagar sem maður bjóst við að eitthvað myndi koma upp á og það myndi slitna upp úr viðræðum. En sem betur fer voru þeir mjög þolinmóðir. Við vitum að þetta tók allt of langan tíma og tók lengri tíma en allir bjuggust við," sagði Gylfi.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild.
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner