Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 16. ágúst 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Fríða sá um FH - Blikar í öðru sæti
Hólmfríður skoraði bæði mörk KR.
Hólmfríður skoraði bæði mörk KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru tveir leikir fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. KR fékk FH-inga í heimsókn og Fylkir og Breiðablik mættust.

Í Vesturbænum var Hólmfríður Magnúsdóttir með sýningu ef svo má segja. Hún skoraði bæði mörk KR í 2-1 sigri á FH.

Fylkir og Haukar eru í mjög vondum málum og það þarf eitthvað mikið að gerast til þess að þessi lið falli ekki eftir sigur KR í kvöld. Líka í ljósi þess að Fylkir tapaði gegn Breiðabliki.

Rakel Hönnudóttir kom Blikum yfir og stuttu síðar skoraði hin efnilega Ingibjörg Sigurðardóttir úr vítaspyrnu.

Blikar eru í öðru sæti deildarinnar og stefna að því að veita Þór/KA einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn.

KR 2 - 1 FH
1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('43 )
2-0 Hólmfríður Magnúsdóttir ('72 )
2-1 Megan Dunnigan ('78 )
Lestu nánar um leikinn

Fylkir 0 - 2 Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir ('28 )
0-2 Ingibjörg Sigurðardóttir ('35 , víti)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner